Foreldrafélag Sunnulækjarskóla stendur fyrir kakófundi þriðjudagskvöldið 14. janúar nk. kl 20:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla en erindið er opið öllum.
Kristín Tómasdóttir, rithöfundur heldur fyrirlesturinn “sterkari
sjálfsmynd” þar sem hún fer yfir það hvernig við sem foreldrar getum haft
jákvæð áhrif á sjálfsmynd barnanna okkar. Kristín mun taka fyrir hugtakið
sjálfsmynd, hvað það merkir og hvernig við getum lært að þekkja og kortleggja
sjálfsmynd okkar og barnanna okkar. Þá gefur hún nokkur ráð til foreldra um
hvernig hægt sé að hafa áhrif á og fyrirbyggja að sjálfsmynd barnanna okkar
þróist í neikvæða átt.
Kristín Tómasdóttir hefur skrifað sex sjálfstyrkingarbækur fyrir börn og
unglinga og rekur sjálfstyrkingarfyrirtækið „Út fyrir kassann“ með Bjarna
Fritzsyni. Kristín er með BA próf í sálfræði og kynjafræði, hún er með MPA próf
í stjórnun og stefnumótun í opinberri stjórnsýslu og leggur lokahönd á
meistaranám í Fjölskyldumeðferð.
Likur á facebook síðu viðburðarins er: https://www.facebook.com/events/588115311988352/