Laus staða textílkennara við Sunnulækjarskóla

Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar textílkennara til starfa

Umsækjandi þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.  Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. 

Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru
samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is

Umsóknarfrestur er til 16. júní 2014.

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjarskóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss.

Skólastjóri