Litlu jólin í Sunnulækjarskóla verða föstudaginn 20. desember.
Eins og áður verður jólaskemmtunin tvískipt og munu eldri nemendur sækja yngri nemendur og fylgja þeim að jólatrénu. Þannig munu nemendur í 2., 4., 5., 7., 9. og 10. bekk halda sína jólaskemmtun kl. 8:40 – 10:15 og nemendur 1., 3., 6. og 8. bekk kl. 10:30 – 12:05. Þennan dag mæta börnin einungis á skemmtunina.
Skemmtunin mun hefjast með jólahelgileik 4. bekkjar.
Því næst fara nemendur til umsjónarkennara sinna og eiga jólastund í sínum umsjónarhópi.
Þá verður gengið í kringum jólatréð í Fjallasal og hver veit nema jólasveinar líti í heimsókn með eitthvert góðgæti í poka.
Frístundaheimilið Hólar verður opið frá kl. 8:00 og verður þeim börnum sem þar dvelja fylgt á jólaskemmtunina á réttum tíma. Öll börn fá kakó og piparkökur á jólastundinni en ekki verður matur í mötuneyti skólans þennan dag. Þau börn sem fara á frístundaheimilið eftir skemmtun munu þó borða í skólanum.
.