Litlu jólin

Senn líður að jólum og nú eru aðeins nokkrir dagar til Litlu jóla. Nemendur hafa skreytt svæðin sín og sameiginlegu rýmin svo það er mjög jólalegt um að litast í skólanum.
Litlu jólin í Sunnulækjarskóla verða enn og aftur með nokkuð öðru sniði í ár vegna gildandi takmarkana í samfélaginu. Það verða stofujól þar sem nemendur hvers umsjónarhóps munu eiga notalega jólastund með kennaranum sínum föstudaginn 17. desember á sínu umsjónarsvæði . Nemendur mæta allir á sama tíma og ljúka á sama tíma.
Allir nemendur mæta rétt fyrir kl 10:00 og stofujólin hefjast stundvíslega kl 10:00 og þeim lýkur kl 11:00. Á stofujólum verður boðið upp á jólakakó og piparkökur.
Þennan dag mæta börnin einungis á stofujólin sem munu taka um 60 mínútur.
Frístundaheimilið Hólar verður opið frá kl. 7:45 til 16:30 þennan dag og verður þeim börnum sem þar dvelja fylgt á stofujól á réttum tíma. Þau börn sem fara á frístundaheimilið eftir skemmtun munu borða í skólanum.

Byrjum aftur 4. janúar 2022
Skólahald Sunnulækjarskóla mun svo hefjast að nýju þriðjudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrám.

Starfsfólk Sunnulækjarskóla þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.