Litlu jólin í Sunnulækjarskóla

Í dag héldum við Litlu jólin í Sunnulækjarskóla.

Skemmtunin hófst með helgileik 4. bekkinga. Síðan voru haldin stofujól þar sem umsjónarhópar settust saman, drukku kakó, borðuðu flatkökur og nutu stundarinnar.  Að lokum var svo dansað í kringum jólatréð.  Undirleik annaðist 13 manna jólahljómsveit með styrk þriggja söngfugla úr Sunnulækjarskóla.

Að lokum komu svo nokkrir óvæntir gestir og gerðu ýmislegt sem yfirleitt er ekki gert í Sunnulækjarskóla, eins og að detta upp tröppur, renna sér á kennarastól og fleira.