Nýtt útieldhús við Sunnulækjarskóla

Í síðustu viku tókum við í notkun nýtt útikennslueldhús við skólann.  Fyrir eigum við eldunaráhöld sem foreldrafélagaið gaf skólanum og eldunarþrífót með steikarpönnu.  Nú hafa bæst við tvö vönduð eldstæði sem komið hefur verið fyrir, framan við heimilsfræðistofuna. Vegna nálægðar eldstæðanna við heimilsfræðistofuna er mjög hægt um vik að flétta notkun þeirra inn í heimilsfræðikennsluna.  Það var María Maronsdóttir og nemendur úr 5. og 2. bekk sem vígðu eldhúsið með lummubakstri og kakólögun.

 

 

 

eldhus02 SAMSUNG eldhus05