Á þessu skólaári geta nemendur Sunnulækjarskóla fundið mikið úrval af nýjum bókum á dönsku á skólasafninu. Bækurnar sem standa til boða eru allt frá skáldsögum, t.d. nýjustu bækurnar um Kidda Klaufa sem ekki er búið að þýða yfir á íslensku ennþá, til handboltabóka og allskyns spennandi fræðibóka.
Með því að bjóða upp á fjölbreytt úrval bóka á dönsku vill bókasafnið stuðla að bættri dönskukunnáttu og einnig að bjóða nemendur skólans aðgang á lesefni sem ekki fæst á íslensku. Verkefnið var styrkt af Fondet for Dansk-Islands Samarbejde og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.