Söngstund í Sunnulækjarskóla

Í morgun hófu nemendur skólans daginn með vinasöngstund í Fjallsal. Eldri nemendur fóru þá og sóttu yngri vini sína og fylgdu þeim fram í Fjallasal þar sem sungin voru nokkur lög í tilefni af degi íslenskar tungu.

Nemendur tóku hraustlega undir í söngstundinni sem tónmenntakennari skólans Guðný Lára Gunnarsdóttir leiddi.