Starfsdagur og foreldradagur 5. og 6. nóv.

Þriðjudaginn 6. nóvember er foreldradagur í Sunnulækjarskóla.

Þann dag mæta foreldrar með börnum sínum í viðtal. Foreldradagur að hausti er tileinkaður líðan nemenda og sjálfsmati gagnvart námi og félagslegri stöðu.

Efni viðtalanna:

  • Líðan nemandans og félagsleg staða, farið yfir það helsta sem kemur fram á sjálfsmati nemandans.
  • Námsleg staða, hvernig gengur að tileinka sér markmiðin í öllum námsgreinum, lestrarstaða, heimanám, næstu markmið sem einblínt verður á.
  • Styrkleikar nemandans, hverjir eru þeir og hvernig nýtast þeir í náminu.

 

Foreldrar þurfa að skrá sig í viðtalstíma vegna barna sinna hjá viðkomandi umsjónarkennara. Til að skrá sig þarf að fara inn á Mentor og velja lausar tímasetningar. Opnað verður fyrir skráningu 30. október.

Leiðbeiningar um skráningu í foreldraviðtöl má finna á: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Nemendafélagið mun selja veitingar eins og áður og þar sem ekki er hægt að taka við kortagreiðslum biðjum við foreldra um að hafa með sér reiðufé til þess að greiða fyrir veitingar.

Mánudaginn 5. nóvember er starfsdagur bæði á Frístundarheimilinu Hólum og í Sunnulækjarskóla. Frístundaheimilið og skólinn eru því lokuð þann dag og starfsmenn vinna að undirbúningi og skipulagi starfsins.

Á foreldradegi, 6. nóvember er Frístundaheimilið Hólar opið.

Skrá þarf sérstaklega vistun þann dag.