Eyjan- Unglingadeild
Kennarar leitast við að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og finna þeim verkefni við hæfi hverju sinni. Með aukinni leikni og góðri samvinnu stefnt að því að nemendur verði sjálfstæðir í sinni vinnu og færir um að bjarga sér við daglegar áskoranir. Reglulegt mat á stöðu nemenda í námi er forsenda viðeigandi aðlögunar og stuðnings.
A-leið
- Faggreinateymi ber ábyrgð á námsframvindu nemanda, einkunnagjöf og eftirfylgni í kennslu hver sem aðlögunin kann að vera.
- Nemendur sem hafa þörf fyrir aðlögun í einstaka greinum eða efnisþáttum námsgreinar.
- Nemendur sem hafa þörf fyrir aðlögun á kennsluaðstæðum í einstökum greinum.
B-leið
- Stoðþjónustuteymi styður faggreinateymi við aðlögun námsefnis og leiða í námi.
- Nemendum gefst kostur á að stunda nám tímabundið undir verkstjórn stoðþjónustuteymis í einstaka námsgreinum.
Helstu verkefni:
- Stoðþjónustuteymið vinnur í samstarfi við faggreinateymin að því tryggja þátttöku nemenda með jafnöldrum í námi.
- Teymisfundir eru haldnir reglulega með foreldrum nemenda sem njóta stuðnings stoðþjónustunnar í ákveðnum fögum.
- Fundirnir eru haldnir til að fylgjast með framvindu náms, stöðu nemandans í skólanum og hugsanlegum breytingum miðað við árangur
- einstaklingsnámsskrá, hæfniviðmið
- kennsla
- aðlögun námsefnis,
- aðlögun náms hjá nemendum
- námsefnisgerð,
- samráð við foreldra,
- samvinna með stoðþjónustu
- skipulag á svæðinu
- skipulögð kennsla, vinnustýringar,vinnuseðlar
- önnur úrræði fyrir nemendur – starfsnám utan skóla, í skóla/utanumhald, námsskrá
- áætlanagerð - einstaklingsmarkmið vegna nemenda sem eru mikið í Eyju
- seta í lausnateymi 2x í mán
- annað.