Iðjuþjálfar
Hlutverk iðjuþjálfa felst í að virkja nemendur til þátttöku með því að nýta styrkleika þeirra, áhugasvið og fjarlægja hindranir sem torvelda nemendum námið. Viðfangsefni þeirra er fjölþætt og breytilegt eftir nemendahópum s.s. leiðir til að efla nemendur til sjálfstæðis, aðferðir við að tileinka sér námið, félagsfærni og hópefli. Áherslur iðjuþjálfa beinast að skólaumhverfinu í heild og að því að auka aðgang nemandans að tækifærum og upplifun með jafnöldrum í skólastofunni og öðru umhverfi skólans, meðal annars með beinni þjálfun til nemenda, fyrirlagning matstækja eða ráðgjöf til foreldra og starfsfólks. Iðjuþjálfi vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk skólans og foreldra/forráðamenn nemenda í samráði við deildarstjóra og tekur þátt í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast skólanum.
Helstu verkefni eru meðal annars:
- Sinnir iðjuþjálfun samkvæmt stundatöflu.
- Veitir iðjuþjálfun í hóptímum og einstaklingstímum á öllum aldursstigum.
- Tekur þátt í teymisvinnu umsjónar- og fagteyma.
- Tekur þátt í að móta skipulag á þjálfunar/kennslustundum og verkaskiptingu í teymi.
- Metur færni við iðju, atferli og þátttöku í mikilvægum athöfnum auk undirliggjandi þroskaþátta eins og við á.
- Undirbýr og fylgir eftir þjálfun í samræmi við markmið í teymisáætlun/einstaklingsnámskrá.
- Stýrir vali og aðlögun á námsgögnum sem og umhverfi.
- Stýrir einstaklingsmiðaðri námsefnisgerð.
- Skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur/útbýr þjálfunar- og námsgögn og fylgir eftir settum markmiðum. Metur árangur og endurskoðar markmið í samstarfi við samstarfsaðila.
- Tekur þátt í kennara og starfsmannafundum.
- Situr nemendaverndarráðsfundi þegar við á.
Ábyrgð:
- Ber ábyrgð á umsjón með hjálpartækjum og hefur samstaf við fagfólk utan skólans um hjálpartækjamál.
- Metur þörf fyrir hjálpartæki.
- Pantar hjálpartæki, stillir þau og viðheldur þeim.
- Sinnir ráðgjöf varðandi notkun hjálpartækja.
- Ber ábyrgð á samskiptum við fjölskyldur nemenda sinna.
- Ber ábyrgð á og annast iðjuþjálfun og umönnun nemenda í samræmi við einstaklingsnámskrá.
- Ber ábyrgð á og hefur umsjón með málefnum ákveðinna nemenda í samvinnu við umsjónarkennara í heimaskóla og deildarstjóra.
- Ber ábyrgð á skráningum á flogum, lyfjagjöf, sondugjöf, hegðunarfrávikum og áverkum.
- Ber ábyrgð á sérstökum verkefnum s.s. atferlisíhlutun, persónulegri umönnun.
- Ber ábyrgð á vinnu við mótttökuáætlun, teymisáætlun, einstaklingsnámskrá og tilfærsluáætlun.