Fyrirlestur um tölvufíkn 5/4/16
Samborg, í samvinnu við fræðslusvið Árborgar, er með fyrirlestur 5. apríl kl. 19:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Haldið verður áfram að fjalla um tölvuvanda og tölvufíkn barna og unglinga en Friðþóra Arna Sigþórsdóttir hélt fjölsótt erindi í byrjun mars. Núna mun Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur flytja erindi um um ofnotkun internetsins sem einnig hefur verið kölluð netfíkn. […]
Súpufundur um tölvufíkn
Samborg, í samvinnu við fræðslusvið Árborgar, er með fyrirlestur 5. apríl kl. 19:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Haldið verður áfram að fjalla um tölvuvanda og tölvufíkn barna og unglinga en Friðþóra Arna Sigþórsdóttir hélt fjölsótt erindi í byrjun mars. Núna mun Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur flytja erindi um um ofnotkun internetsins sem einnig hefur verið kölluð netfíkn. […]
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninar fór fram í Grunnskóla Hveragerðis í gær 10. mars. Lið Sunnulækjarskóla stóð sig frábærlega. Liðið skipuðu Emilía Torfadóttir, Ingveldur Jóna Þorbjörnsdóttir, Nadía Rós Axelsdóttir og til vara Arnar Daði Brynjarsson. Að loknum upplestri sögutexta og tveggja ljóða fékk dómnefndin það erfiða hlutverk að velja keppendur til að hljóta viðurkenningar fyrir fyrstu þrjú […]
Grunnskólamót í sundi
Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Laugardalslauginni þriðjudaginn 8. mars og stóðu krakkarnir sig frábærlega, voru sér og sínum til sóma. 32 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. Fyrst var keppt í undanrásum […]
Jafningjafræðsla í Sunnulækjarskóla
Við í Sunnulækjarskóla erum svo heppin að hafa yfir mörgum frábærum fyrirlesurum að ráða. Þetta kemur að góðu gagni í jafningjafræðslunni. Undanfarið hafa þeir Daníel Máni Davíðsson og Guðjón Leó Tyrfingsson verið með fræðslu um neteinelti. Þeir fjalla um ýmsar hættur á netinu og hvernig best sé að forðast þær. Fræðslan er á vegum Ungmennaráðs […]