Ég negli og saga
Nemendur í 3. bekk í hönnun og smíði eru miklir listamenn hér er fríður og glaðvær hópur með eitt af verkum sínum á smíðaverkstæðinu eins og við köllum smíðastofuna okkar.
Við varðeldana voru …
Það er líf og fjör hjá strákunum í 4. bekk í útinámi og leikni – hér er verið að fá sér heitt kakó og poppa popp. Nú er komið að smiðjuskiptum og ný verkefni til að takast á við í öðrum verkgreinum.
MAST Matvælastofnun heimsótt
Strákarnir í 7. bekk í útinámi og leikni (haustönn) kynntu sér starfsemi Matvælastofnun (MAST) á Selfossi. Hjalti Andrason fræðslustjóri fór yfir helstu verkefni sem stofnunin sinnir. Við þökkum Andra og starfsfólki MAST kærlega fyrir móttökurnar.
5. bekkur les á Hulduheimum
Í dag fór 5. bekkur Sunnulækjarskóla í heimsókn til leikskólabarna á Hulduheimum og las fyrir þau upphátt úr barnabókum. Nemendurnir skiptu sér á deildir og lásu fyrir misstóra hópa sem greinilega höfðu mjög gaman af. Börnin sátu stillt og prúð og hlýddu á „stóru krakkana“. 5. bekkingar stóðu sig með prýði og voru sæl með daginn.
Foreldradagur og starfsdagur
Foreldrafundir í Sunnulækjarskóla Kæru foreldrar og forráðamenn. Ykkur er hér með boðið til foreldrafundar í Sunnulækjarskóla þann 20. nóvember n.k. Sú breyting er nú gerð frá fyrri árum að viðtalstímum er ekki lengur úthlutað á hvern nemanda heldur gefst foreldrum kostur á að bóka sér viðtalstíma. Til þess þurfa foreldrar skrá sig inn […]