Verk- og tækninám – nema hvað?

Hér að neðan er hlekkur á kynningarefni sem Samtök iðnaðarins sendu til nemenda í 10. bekk grunnskóla.

Kynningarefnið er stílað á bæði nemandann og forráðamann hans.

Árið 2013 var ákveðið að þróa efni á vefsíðu Samtaka iðnaðarins og nú 2014 var hönnuð sérstök vefsíða í þeirri trú að þannig muni efnið höfða frekar til nemenda.

Á vefsíðunni http://nemahvad.is/ eru myndbönd innan mismundandi iðngreina ásamt nánari upplýsingum og slóð inná skóla sem bjóða uppá viðkomandi nám.

Markmiðið er stytta leiðina eins og mögulegt er fyrir nemandann.