Verkleg náttúrufræði á vorönn

Nú á vorönn hafa nemendur á unglingastigi verið mikið í verklegri náttúrufræði. 8. bekkur fór og mældi meðalhraða bíla fyrir utan Sunnlækjarskóla einnig skoðuðu þau lögmál Bernoullis með hárblásara og borðtenniskúlu og rannsökuðu eðlismassa. 9. bekkur rannsakaði sýrustig mismunandi lausna og framkvæmdi efnahvörf. 10. bekkur bjó til krapís með því að nota klaka og salt til að ná fram miklu frosti á stuttum tíma og gerðu fílatannkrem sem er efnahvarf þar sem mikið froðugos myndast.

Það er því búið að vera mikið stuð í tímum og margar skýrslur hafa verið skrifaðar.