1. verðlaun fyrir myndbandasamkeppni

Nemendur úr Sunnulækjarskóla tóku þátt í myndbandasamkeppni fyrir Starfamessu sem haldin var í FSu þriðjudaginn 14. mars. Verkefnið fólst í að gera kynningarmyndband um störf rafvikja og kokka í nærsamfélagi okkar.

Við óskum nemendum okkar Daníel Mána, Árdísi Lilju, Bjarka, Elísabetu Öldu, Hauki, Krister Frank, Kornelíu, Rakel Helgu, Karen Heklu og Kolbrúnu Eddu til hamingju með sinn árangur og hvetjum þau áfram til góðra verka.