Fyrri undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina

Í dag tók 7. bekkur þátt í fyrstu undankeppninni fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem verður þann 29. mars nk.

Nemendurnir eru búnir að vera mjög duglegir að æfa sig fyrir keppnina, bæði hér í skólanum og heima. Það skilaði frábærum árangri.

Þessir 8 nemendur komust áfram í næstu keppni sem haldin verður eftir viku.

Frá vinstri: Jón Smári Guðjónsson, Sindri Snær Bjarnason, Heiðar Snær Bjarnason, Thelma Karen Siggeirsdóttir, Hildur Tanja Karlsdóttir, Inga Sól Kristjánsdóttir, Kolbrún Jara Birgisdóttir og Óttar Pétursson.