100 daga hátíð

Nemendur í 1. og 2. bekk héldu 100 daga hátíð saman og mættu allir í náttfötum og fengu að koma með dót. Boðið var uppá ýmislegt skemmtilegt að gera þennan dag eins og til dæmis að horfa á mynd, kubba, lita og leika með dótið sitt. Skemmtu bekkirnir sér vel saman þennan dag.