5. bekkur heimsækir Ljósheima

Föstudaginn 10. febrúar fór 5. bekkur í Sunnulækjarskóla í heimsókn á Ljósheima.
 
Ferðin gekk framúrskarandi vel.  Nemendur voru til fyrirmyndar, sungu fyrir gamla fólkið og settust svo hjá því, kynntu sig og spjölluðu.  

Mátti vart á milli sjá hvor kynslóðin hafði meira gaman af.