Heimsókn af Hulduheimum

Fimmtudaginn 19. janúar komu elstu börnin af leikskólanum Hulduheimum í heimsókn til okkar. Þau fóru í skoðunarferð um allan skólann í tveimur hópum og heimsóttu bæði starfsfólk og nemendur.

Í lokin stöldruðu þau svo við í 1. bekk og unnu skemmtilegt verkefni með þeim.  Börnin voru mjög áhugasöm um skólann og spurðu margs.