7. ÁT kynnir Lúxushótel ÁT

Föstudaginn 22. nóvember voru nemendur í 7.ÁT með opnunarhátíð á hótelinu sínu sem eftir nafnasamkeppni hlaut nafnið Lúxushótel ÁT. Undanfarnar vikur hafa þau verið að vinna að stofnun hótelsins og verkefnin verið mjög fjölbreytt. Farið var yfir hvaða störf eru á hótelum, nemendur gerðu starfslýsingar og fóru í atvinnuviðtöl. Síðan var skipað í hópa eftir starfsumsóknum og eftirfarandi verkefni voru unnin:  kostnaðaráætlun fyrir hótelið, launakostnaður, listi yfir aðbúnað og tæki, kynningarbæklingur var gerður og einnig var var unninn matseðill á fjórum tungumálum. Loks var útbúið vörumerki fyrir hótelið. Að lokum var unnin stuttmynd. Einnig var farið í heimsókn á Hótel Selfoss til að skoða og kynnast starfsemi hótels.

Foreldrum, stjórnendum og 7.MSG var boðið að koma á opnunarhátíðina sem haldin var á heimasvæði bekkjarins. Búið var að breyta svæðinu í veitingastað þar sem boðið var upp á sameiginlegar veitingar sem nemendur og kennari lögðu til. Nemendur kynntu verkefni sín og þjónuðu gestum til borðs.

010 021020