Í dag kl 11:00 var hin árlega rýmingaræfing Sunnulækjarskóla. Markmiðið með æfingunni er að æfa nemendur og starfsfólk í að fara réttar leiðir út úr skólanum og safnast saman með skipulegum hætti á skólalóð svo unnt sé að taka manntal.
Þegar æfingin fór fram voru um 560 manns í húsinu.
Æfingin tókst mjög vel, allir voru rólegir og yfirvegaðir og æfðu sig í að fylgja rýmingaráætluninni. Búið var að rýma húsið sjö mínútum eftir að æfingin hófst og aðrar sjö mínútur tók að staðfesta að allir nemendur væru komnir á sinn stað á skólalóðinni. Tveimur mínútum síðar var einnig lokið við að staðfesta að allir starfsmenn væru búnir að gera grein fyrir sér. Æfingin tók því í heild um sextán mínútur.