Í Sunnulækjarskóla var margt á döfinni í tilefni af degi íslenskar tungu 16. nóvember.
Sem dæmi má nefna að nemendur í 7. bekk lásu úr Ritsafni Jóns Sveinssonar um Nonna og Manna í Fjallasal og fóru einnig í heimsókn til 2. bekkjar sem er sérstakur vinabekkur þeirra og lásu fyrir þau. Þannig hófu þau formlega þátttöku sína í Stóru upplestrarkeppninni sem lýkur með lokahátíð í mars á næsta ári. Nemendur 6. bekkjar fóru í heimsókn í 1. bekk sem er þeirra vinabekkur og lásu um Dóra dráttarbát við góðan orðstír.
Þá fóru Lilja Dögg Erlingsdóttir, Rósa Signý Ólafsdóttir, Drífa Björt Ólafsdóttir, Bergdís Bergsdóttir, Ólöf Eir Jónsdóttir og Arndís Hildur Tyrfingsdóttir sem allar eru nemendur í 8. bekk í heimsókn til Jötunheima og lásu hver á sinni deild fyrir börnin sem þar dvelja. Það samvinnuverkefni Sunnulækjarskóla og Jötunheima er nýtt af nálinni en tókst afskaplega vel.