Eftir áramót fórum við nýjar leiðir og buðum upp á val í 7. bekk. Nemendur gátu valið á milli Hreyfingu og hreystis eða Leiklistar en það voru þau fög sem fengu mesta kosningu í áhugasviðskönnun sem gerð var í upphafi. Í dag sýndi svo leikslistarhópurinn sinn afrakstur þar sem þau settu á svið leikritið Grámann í Garðshorni. Þau buðu samnemendum sínum og stjórnendum á sýninguna sem heppnaðist afbragðs vel. Hópurinn samanstóð af 31 nemanda og höfðu allir sitt mikilvæga hlutverk. Þar má nefna, leikara, búningahönnuði, leikmyndahönnuði, sviðsmenn, tæknimenn og kynna. Sett var upp glæsilegt svið inni á kennslusvæði sem gerði sýninguna enn flottari.