Lotukerfið – Samstarfsverkefni 5., 7. og 10. b

Síðustu vikurnar hafa nemendur í 10. bekk verið að vinna samstarfsverkefni með nemendum í 5. og 7. bekk. 10. bekkur er búinn að vera að læra um lotukerfið í náttúrufræði og fengu til liðs við sig nemendur í 5. og 7. bekk sem voru í myndmenntasmiðjum, til að búa til lotukerfis listaverk í náttúrufræðistofuna. Nemendur fengu frumefni úr lotukerfinu og áttu í sameiningu að hanna glugga fyrir efnið, framaná var efnið skreytt og settar upplýsingar um efnið en innan í var fróðleikur um efnið. Nemendur máluðu svo vegg í náttúrufræðistofunnu og svo voru gluggarnir hengdir á hann og saman mynda þeir lotukerfið.