Miðvikudaginn 21. apríl var íþróttadagurinn haldinn með pompi og prakt að venju. Nemendur í 1. – 10. bekk glímdu við alls konar þrautir og skemmtu sér vel, þau unnu saman ýmist í bekkjum eða smærri hópum. Samvinna og samkennd einkenndi daginn og það rættist vel úr veðrinu. Leikarnir tókust mjög vel, góður andi ríkti meðal nemenda og ekki var laust við að svolítill keppnisandi svifi yfir vötnum. Sumardagurinn fyrsti kemur í kjölfarið og starfsfólk Sunnulækjarskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegs sumars.