Jón Trausti Helgason, nemandi í 6.bekk, er sigurvegari Sunnulækjarskóla í Alþjóðlegu friðarveggspjaldakeppni Lions þetta árið. Þema keppninnar í ár er Við erum öll tengd, en á tímum heimsfaraldurs fögnum við öllu sem tengir okkur saman. Verk Jóns Trausta var valið af dómnefnd og mun verk hans fara áfram í keppni á landsvísu. Sigurvegari þar fær verðlaun hér heima og verður það listaverk sent erlendis í alþjóðakeppni.
Friðarveggspjaldakeppnin var fyrst haldin 1988 og er markmiðið að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri á skapandi hátt hugmyndum sínum varðandi heimsfrið og miðla framtíðarsýn sinni til umheimsins. U.þ.b. 600.000 börn frá 75 löndum taka þátt í keppninni árlega. Lions á Íslandi styrkir keppnina. Á hverju ári er valið þema til að vekja ímyndunarafl nemendanna. Tjáning, listrænt gildi og frumleiki eru þau þrjú viðmið sem notuð eru til að meta veggspjöldin á öllum dómstigum.
Sunnulækjarskóli óskar Jóni Trausta innilega til hamingju og óskar honum góðs gengis í áframhaldandi keppnum. Meðfylgjandi myndir voru teknar, þegar Jóni Trausta voru afhent verðlaunin frá Sunnulækjarskóla og viðurkenningarskjal sem Sonja Eyfjörð formaður Lions-klúbbsins Emblu afhenti.