Örtónleikar í Sunnulækjarskóla

Fimmtudaginn 28. október  héldu Kór, Poppkór og Rokkband Sunnulækjarskóla örtónleika fyrir nemendur í 5.-10. bekk.  Einnig kom Klara Ósk Sigurðardóttir, fyrrum nemandi skólans, fram og söng eitt lag.

Tónleikarnir voru hin prýðilegasta skemmtun og skemmtilegt uppábrot á hefðbundnum skóladegi.  Efnisskráin var fjölbreytt þrátt fyrir stutta tónleika:  The Joke, Fjöllin hafa vakað, Sweet dreams, Aquaman, Stay with me, Draumar geta ræst og Another brick in the wall.

Kór Sunnulækjarskóla er kominn með “Like” síðu á Facebook og þar má sjá myndbrot frá tónleikunum.