Víkingar nema Sunnulækjarskóla

Í vikuni 8. – 12. nóvember var 2. bekkur var með þemaviku og var unnið með landnám og víkinga. Nemendur fengu kennslu á rúnum, vopnum, torfbæjum og skipum og bjuggu til sinn eigin landnámsmann. Skemmtilegri viku lauk síðan með heimsókn  gesta úr víkingafélaginu og sýndu þau nemendum vopn, föt og áhöld sem notuð voru á víkingaöld.