Stórundarlega smásagan mín, Skugga-, ljós- og litaleikhús

Nemendur  5. bekkjar í myndmennt hafa tvo síðustu mánudaga fengið námskeið  sem kallast, Stórundarlega smásagan mín: Skugga-, ljós- og litaleikhús.  Það voru þær Oddný Eir og Áslaug Davíðsdóttir sem sáu um að kynna fyrir nemendum hvernig hægt er að vinna með hugmynd út frá þremur atriðum. Í fyrsta lagi tengingu við okkar eigin líðan, í öðru lagi tengingu við aðrar lífverur og í þriðja lagi tengingu við náttúruna og guð eða eitthvað okkur stærra.
Í smiðjunni lærðu nemendur að  skoða þessi þrennskonar tengsl í æðruleysi og ævintýragleði. Markmiðið er að hver og einn skapi sér sitt eigið skoðunarrými þar sem hann/hún/hán getur tékkað á tengslum sínum. Smiðjan er unnin í samstarfi við Listasafn Árnesinga í Hveragerði og er hluti af verkefni sem kallast Smiðjuþræðir.

Meðfylgjandi myndir eru teknar af vinnunni.