Nemendur í myndmenntasmiðju í 4.bekk taka þátt í Barnamenningarhátíð sem fer fram í Reykjavík 5.-10. apríl n.k. Þeir hafa myndskreytt dropa sem munu prýða anddyri Náttúruminjasafns Íslands í Perlunnni, á sýningu sem kallast Hringrás vatnsins á jörðinni.
Nemendur myndskreyttu dropa eftir eigin höfði og munu þeir mynda eitt stórt listaverk sem verður til sýnis á meðan Barnamenningarhátíð fer fram.