Myndmenntaval á Listasafni Árnesinga

Nemendur í myndmenntavali fóru í menningarferð til Hveragerðis mánudaginn 7. mars. Fóru þau á myndlistarsýningar á Listasafni Árnesinga Hveragerði. Nemendur fengu fræðandi leiðsögn um fjórar myndlistarsýningar, en þær voru:

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir – Þú ert kveikjan / You are the Input
Magnús Helgason – Rólon / Roll on
Þórdís Erla Zoega – Hringrás / Routine
Lóa H. Hjálmtýsdóttir – Buxnadragt / Powersuit

Nemendur voru kurteisir og virkilega áhugasamir í heimsókninni eins og meðfylgjandi myndir sína.