Kæru foreldrar/forsjáraðilar,
Sumarið er framundan og við viljum vekja athygli ykkar á mikilvægi þess að vera meðvituð um hlutverk okkar allra í forvarnarstarfi – líka yfir sumartímann. Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í átakinu „Verum klár“ og fylgir hér með skjal með gagnlegum ábendingum og upplýsingum fyrir foreldra.
Við hvetjum ykkur einnig til að kynna ykkur efni og ráðleggingar á vef Reykjavíkurborgar: https://reykjavik.is/verumklar – þar má finna frekara fræðsluefni og hagnýt ráð fyrir foreldra og forsjáraðila.
Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna ykkur efnið og taka þátt í að styðja við öflugt og jákvætt uppeldi barna og ungmenna í sumar. Verum klár – fyrir það sem skiptir máli.
Bestu kveðjur,
f.h. forvarnarteymis Árborgar
Verum klár - sumarið 2025 - bréf til forsjáraðila
