Innkaupalistar

1. bekkur

Innkaupalisti fyrir 1. bekk veturinn 2013 – 2014

  •         Blýanta, granna/svera þrístrenda, t.d. hafa Faber-Castle reynst vel  = 2 stk.
  •         Yddara , bæði fyrir granna og svera blýanta/liti, með boxi.
  •         Tréliti, 12 stk.
  •         Stílabók A5, frjálst val fyrir heimalestur.
  •         Strokleður.
  •         Skæri.
  •         Spilastokk.
  •         Límstifti, 2 stk.

 

Viðbót við innkaupalista frá vori.

  •         1 sögubókin mín A4
  •         1 reikningsbók með stórum rúðum A4
  •         1 verkefnabók og úrklippubók A4
  •         2 pappamöppur með teygju á hornum, 1 rauð og 1 græn.
  •         1 græna plastmöppu með glærri forsíðu
  •         1 A5 netpoka með rennilás
  •         1 fjólubláa stílabók A4

 Alla hluti þarf að merkja vel svo auðveldara sé fyrir barnið að halda utan um þá í skólastofunni. Börnunum er alveg frjálst að kaupa sitt pennaveski með öðrum ritföngum í ef barnið vill vera með það í skólatöskunni sinni.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kærar kveðjur,
Guðbjörg, Gunnhildur, Laufey Ósk og Valgerður.

 

2. bekkur

Ágæti nemandi, velkominn í skólann.
Við vonum að þú hafir átt ánægjulegt sumar.

 Í vetur verða 3 umsjónarhópar með nemendum í 2. bekk. Umsjónarkennarar eru Arnhildur Þórhallsdóttir, Íris Grétarsdóttir og Vilborg Eiríksdóttir.

Kennarar sjá um innkaup á námsgögnum nemenda, bækur, ritföng og þess háttar. Foreldrar greiða 2.500 kr. Kennarar taka við greiðslu.

Á föstudaginn þarft þú að hafa með þér í skólann:

– góða skólatösku
– sundföt og handklæði
– hollt og gott nesti
– teygjumöppu (munið möppuna síðan í fyrra ef hún er í lagi) 

– Mundu að merkja allt sem þú átt t.d. fötin þín, skólatöskuna, íþróttafötin og nestisboxið.
– Alltaf er gott að hafa aukaföt í töskunni sinni ef hin skyldu blotna.

Hlökkum til að sjá þig, kennarar í 2. bekk.

 

3. bekkur

Endilega nýtið allt sem þið eigið.
 

  • 2 stk A4 ,,Stóra sögubókin mín“
  • 2 stk A4 stílabækur án gorma, gula og bláa.
  • 2 stk A4 plastmöppur með glærri framhlið, gula og græna.
  • 1 stk A4 harða möppu – undir laus blöð.
  • Millispjöld með númerum frá 1-5
  • 1 stk plastteygjumöppu – til að hafa í skólatöskunni
  • 4 stk grannir þrístrendir blýantar
  • 2 stk  strokleður
  • 1 stk reglustika 20 cm
  • 1 stk dósayddari
  • 1 stk skæri
  • 2 stk stór límstifti
  • Trélitir
  • Neoncolorlitir
  • Pennaveski
  • Einfaldan vasareikni
  • Spilastokkur

Mikilvægt er að búið sé að merkja alla hluti áður en þið mætið með þá í skólann því þá eru minni líkur á að þeir týnist eða lendi hjá eigum annarra nemenda. Hlökkum mikið til að sjá ykkur J

Bestu kveðjur, Íris Huld, Tinna Rut & Þóranna

 

4. bekkur

Allir nemendur fóru heim með pennaveskin sín, skæri, reglustikur, vasareikna, yddara o.fl. – skoðið endilega hvað þið getið nýtt frá því í vor. Við tókum möppur og bækur frá nemendum í vor sem við nýtum nú í vetur.  Einhverjir munu þurfa að kaupa fleiri bækur og verða upplýsingar um það veittar á skólasetningu.

Eftirfarandi skólavörur þarf að kaupa

– Pennaveski
– 5 blýantar
– 2 strokleður
– 1 dósayddari
– 1 reglustika (15-30 cm)
 – Vasareiknir (einfaldur)
– Trélitir (þykkir Faber castell eða Trilino)
– 2 límstifti
– Skæri
-Tússlitir
– 1 stk. Teygjumappa
– 1 stk. A4 blá stílabók– án gorma (heimilisfræði)
– 1 stk. plastmöppur með glærri forsíðu.
– Muna að merkja allt. Bestu kveðjur, Sóley og Steinunn Alda.

 

5. Bekkur

  • pennaveski
  • blýantar
  • strokleður
  • yddari
  • reglustika
  • 2 stk gráðubogar (einn heima og einn í skólanum)
  • vasareiknir
  • litir
  • lím
  • harðspjaldamappa með 4 götum
  • millispjöld 10 bil
  • 1 pakki línustrikuð blöð A4
  • 4 stk A4 stílabækur án gorma
  • 2 stk glósubók án gorma
  • heimanámsmappa (teygjumappa)
  • 2 stk A4 rúðustikaðar bækur  (ekki með litlum rúðum)
  • spilastokkur

Athugið vel hvað er til heima áður en farið er að versla.

Munið að merkja allt vel með nafni.

Hlökkum til að sjá ykkur, Harpa Dóra og Ragnheiður.

 

6.bekkur

Kæri nemandi 

Nú er komið að því að þú hefjir nám í 6. bekk. Athugaðu að sumt af listanum gætir þú átt síðan á síðasta ári og er sjálfsagt að nota áfram það sem heilt er.

Þetta þarf að vera í skólatöskunni þegar við hittumst eftir helgi:

– 5 stk A4 stílabækur ,2 stk blá, 1 stk rauð, gul, græn, (ekki gormabækur)
– 2 stk A5 stílabækur (ekki gormabækur).
– 2 stk A4 reikningsbækur, miðstærð af rúðum, (ekki gormabækur)
1 tímaritabox (breiðir heilir kassar með stöðugum botni endast betur)
– 6 stk plastmöppur með glærri forsíðu og lituðu baki,
1 stk fyrir stærðfræði,1 stk græn fyrir heimanám, 1 stk blá fyrir íslensku, 1 stk rauð fyrir samfélagsfræði,1 stk svört fyrir ensku og 1 stk fjólblá fyrir teikningar og önnur laus blöð.
– 1 stk teyjumappa fyrir heimanámið (plastmöppur endast betur)
– Spilastokkur

 Í pennaveskið:

–  Góðir blýantar eða góður skrúfblýantur + blý (mælum með HB fyrir þá sem skrifa fast).
–  2 stk strokleður
–  Yddari í dós
–  Góðir trélitir
–  2 stk stór límstifti
–  Reglustika (helst glæra)
–  Góð skæri
–  Einfaldan vasareikni (með skýrum tölustöfum)
–  Gráðubogi
–  Útlínutúss, Artline, svartan-0,6mm.

 Gættu þess vel að merkja alla hluti vel og vandlega, einnig útiföt, leikfimifatnað, sundföt og handklæði.

 Hlökkum til að sjá þig
Kv, Ásdís og Guðbjörg

 

7.bekkur

Kæru nemendur og foreldrar !

Nú er vetrarstarfið að hefjast og bjóðum við alla velkomna til starfa á ný. Á þessu blaði er að finna innkaupalista fyrir 7. bekk.

Eftirfarandi skólavörur þarf að kaupa eða nýta frá því í fyrra:

Í pennaveskinu þarf að vera:
blýantar, strokleður, dósayddari, reglustika (30 cm), gráðubogi, vasareiknir, trélitir, 2 límstifti og skæri

– teygjumappa
–  tímaritabox -ath. flestir eiga þau síðan í fyrra!
–  1 stk. A5 stílabók með venjulegu línubili – án gorma
–  3 stk. A4 stílabók – án gorma, gul, fjólublá og blá.
–  2 stk. A4 reikningsbækur með millistærð af rúðum – án gorma
–  2 stk. plastmöppur með glærri forsíðu, gul og blá.

 Muna að merkja allt.

Kær kveðja, Álheiður og Magga Steina

 

8. – 10. bekkur

Nauðsynleg gögn við upphaf skólaársins 2013 – 2014

– Pennaveski með blýöntum, penna, trélitum, strokleðri, yddara, límstifti, reglustiku, gráðuboga og hringfara (sirkill).
– Harðspjaldamappa, stærð A4. 5 cm breið.
– Harðspjaldamappa, stærð A4. 8 cm breið.
Millispjöld í harðspjaldamöppuna fyrir 10 flokka eða fög.
– Þrjár línustrikaðar gormabækur, stærð A4.
– Tvær rúðustrikaðar bækur, stærð A4.
– Ein rúðustrikuð bók, stærð A5 (glósubók).
– Tíu þunnar plastmöppur með glærri forsíðu (gott að hafa mismunandi liti á kjölunum til að aðgreina fögin).
Skóladagbók eða skólakompa (helst með heilli viku á hverri opnu).
Vasareiknir með veldistakka, pí og almennum brotum.

Til athugunar:

Athugið vel hvað þið eigið frá því í fyrra og notið það endilega áfram og munið að merkja vel bækur og gögn!

Kveðja frá kennurum