Fræðslufundur Heimils og skóla

 
Fræðslufundur um nýja aðalnámskrá á Selfossi

Ný aðalnámskráin boðar talsverðar breytingar og uppstokkun á starfsháttum og inntaki náms á
Íslandi. Af þeim sökum standa Heimili og skóli fyrir kynningarfundum víðs vegar um landið árið
2013 þar sem foreldrum er boðið að koma og fræðast um nýja námskrá.

Á kynningunum verður farið í eftirfarandi atriði: 
•             Grunnþættir menntunar              
•             Ný og fjölbreytt vinnubrögð        
•             Hæfni og lykilhæfni
•             Nýtt námsmat
•             Skörun hæfniþrepa 
 
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 10. september kl. 19.30 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. 
 
Samhliða fundunum útbúum við fjölbreytt fræðsluefni sem við birtum á vef samtakanna
(www.heimiliogskoli.is/adalnamskra) og bendum á annað gagnlegt efni.