Það er árlegur viðburður að nemendur í 8.-10. bekk skólans mæta utan skólatíma og baka smákökur undir stjórn heimilisfræðikennara með aðstoð sjálfboðaliða úr hópi foreldra. Afrakstur bakstursins er svo gefinn víðsvegar um bæinn.
Í ár var slegið algjört met í kökubakstrinum og bakaðar rúmlega 7000 smákökur.