Hér er hægt að skoða gagnvirka kynningu á námsframboði allra framhaldsskóla á Íslandi. Skólunum er raðað eftir landshlutum, skólum á höfuðborgarsvæðinu fremst en Suðurlandi síðast. (Ýta þarf á F5 eftir að skjalið opnast)
Framhaldsskólakynning-2013-2014
Athygli er vakin á að hægt er að smella á allan rauðgulan texta og fá frekari upplýsingar um inntökuskilyrði og námsbrautir einstakra skóla á glæru hvers skóla.
Þar sem glærukynningin inniheldur mjög ítarlegar upplýsingar um alla skóla landsins hefur verið ákveðið að ekki verði haldinn sérstakur kynningafundur um námsbrautir og inntökuskilyrði í framhaldsskóla í Sunnulækjarskóla þetta árið.
Þá er einnig fyrirhugað að kennarar Sunnulækjarskóla fari með nemendur 10. bekkjar í heimsókn í FSu í mars n.k.
Til stendur að fara með 9. og 10. bekk í grunnskólum Árborgar á Íslandsmót iðn- og verkgreina sem haldið verður í Kórnum í Kópavogi 6. mars. Þar verða flestir framahaldsskólar landsins með veglegar kynningar.
Þá hefur FSu boðið foreldrum að koma með börn sín á opið hús í FSu á morgun, 23. janúar, bæði á skólatíma kl. 10:00 – 11:30 og einnig sídegis kl. 13:30 – 15:00. Nemendur geta fengið leyfi úr Sunnulækjarskóla þessa tíma.