Á vorönn var fjármálalæsi í boði sem valgrein fyrir 9. og 10.bekk. Kennslan fór ýmist fram í stofu eða í vettvangsferðum. Meðal annars var farið í heimsókn í Landsbankann og Bílasölu Selfoss og eru þessum fyrirtækjum færðar bestu þakkir fyrir góðar móttökur. Einnig fóru nemendur í innkaupaferð í matvöruverslanir bæjarins, gerðu verðsamanburð og veltu fyrir sér hverri krónu.