Samborg, samtök foreldrafélaga í Sveitarf. Árborg, bjóða foreldrum til fyrirlestrar um tölvufíkn
þriðjudaginn 1. mars kl 18:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla.
Friðþóra Arna Sigfúsdóttir, markþjálfi og móðir segir frá baráttu sinni við tölvuleikjafíkn sonar síns.
Hún fjallar m.a. um:
– Af hverju missti sonur minn alla stjórn en ekki vinir hans?
– Hvernig hann hætti í körfunni, hætti í skólanum, hætti að vara glaður, hætti að vilja taka þátt í hinu runverulega lífi.
– Hvernig allt snérist um tölvuna og leikinn.
– Hvað gerðist þegar móðirin fékk nóg og slökkti á leiknum?
-> Það sama og þegar fíkniefni eru tekin af fíkli
Hvað svo?
Hvernig meðvirkni foreldris viðhélt ástandi sonarins og hvernig umbreytingin á móður eða foreldri getur haft áhrif á barn og ungling í fíkn.
Fyrirlesturinn á erindi við alla foreldra sem vilja læra á hætturnar þarna úti og fyrirbyggja vandann í tengslum við tölvufíkn.
Léttar veitingar í boði