Undanfarnar vikur hafa nemendur í 6CAF verið að útbúa aðstöðu til útikennslu í nágrenni skólans.
Útikennslan felst í vikulegum kennslustundum undir berum himni. Nemendur koma klæddir eftir veðri, mæla hitastig, vindhraða og vinna mismunandi verkefni eftir því sem tilefni gefst. Eftir hverja kennslustund eru glósur færðar úr minnisbókum og inn á varanlegra form, t.d. á vef útikennslunnar. Þar er kennslubók að verða til, hugmyndir og dagbók allt í senn. Líka myndir. Þann vef má skoða hér.