Verðlaunagetraun

Á hverjum degi sem af er desember hefur Guðbjörg Helga, stærðfræðikennari hengt upp nýja og nýja stærðfræðiþraut á vegginn hjá ritara skólans.

Í söngstundinni í morgun var svo dregið úr réttum launsnum.  Sigurjón Guðbjartur var svo heppinn að eitt af hans svörum var dregið út og þar sem svarið var rétt hlaut hann vasareikni í verðlaun. Við óskum Sigurjóni til hamingju með verðlaunin.