Litríki vordagurinn

Litríki vordagurinn tókst frábærlega vel.  Allir nemendur voru til fyrirmyndar og skemmtu sér vel.


Á Litríka vordeginum okkar fórum við í skrúðgögnu um hverfið, nemendur og starfsmenn ásamt töluverðum fjölda foreldra.  Líklega voru vel á sjötta hundrað manns í göngunni.  Að skrúðgöngunni lokinni var farið í ratleiki og í unglingadeildinni voru haldnir Sunnuleikar þar sem keppt var á 10 stöðvum í margs konar þrautum.  Þá kepptu unglingarnir í bíladrætti undir stjórn Hjalta Úrsus. Að leikjum og keppnum loknum safnaðist hópurinn saman í skólaportinu þar sem Magnús Kjartan spilaði og söng.  Að endingu fengu allir grillaðar pylsur og safa.

 

Við viljum færa öllum þeim sem aðstoðuð okkur við að gera Litríka daginn enn litríkari bestu þakkir.  Toytoa á Selfossi lánaði okkur tvo bíla, Húsasmiðjan gaf okkur kubba í naglakeppni, Hjalti Úrsus stjórnaði bíladrætti og lögreglan hjálpaði okkur við skrúðgöngu og hraðamælingar í boltakasti.