Nú er rúm vika liðin af skólastarfi með þeim takmökunum sem sett hafa verið vegna COVID-19 faraldursins. Fyrstu dagarnir voru mjög spennandi og börnin voru að kynnast nýju verklagi.
Eftir því sem dögunum fjölgar undir þessum kringumstæðum finnum við að úthald nemenda fer minnkandi og erfitt reynist að halda úti eins fjölbreyttu starfi og alla jafna er gert.
Í þeim árgöngum sem við höfum haldið úti kennlsu eftir kl. 13:00 hefur það reynt sérstaklega á þá nemendur.
Þetta á við um nemendur í 5. til 10. bekk
Við höfum því ákveðið að stytta skóladag þessara nemenda frá og með deginum í dag.
Þá mun kennslu í 5. til. 10. bekk ljúka á eftirtöldum tímum:
5. bekkur lýkur skóla kl. 13:00
6. bekkur lýkur skóla kl. 13:10
7. bekkur lýkur skóla kl. 12:30
8. bekkur lýkur skóla kl. 12:40
9. bekkur lýkur skóla kl. 12:40
10. bekkur lýkur skóla kl. 12:50
Ég vil þakka foreldrum fyrir frábært samstarf á þessum erfiðu tímum