Skreytingardagur í Sunnulækjarskóla


Föstudaginn 2. desember verður skreytingadagur í Sunnulækjarskóla. Þá mun öll hefðbundin kennsla (þ.m.t. íþróttir og verkgreinar) verða lögð til hliðar. Nemendur vinna á stöðvum þar sem ýmislegt verður í boði föndur og fleira.

Af þessu tilefni bjóðum við þeim foreldrum sem hafa tök á, að koma og vera með okkur þennan dag og aðstoða við vinnuna. Þeir sem ekki hafa tök á að vera með okkur allan daginn eru velkomnir til að kíkja við og aðstoða í skemmri tíma yfir daginn.

Að venju hefjum við daginn með söngstund þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans koma sér fyrir í Fjallasal og syngja saman nokkur jólalög. Gaman væri ef allir geta klætt sig í rautt og þeir sem vilja mega koma með jólasveinahúfu.

Vinsamlegast athugið að þennan dag lýkur kennslu hjá 1. – 5. bekk kl. 12:50, og hjá 6. – 10. bekk kl. 12:00