Að læra um flatarmál og ummál

Nemendur í 7. bekk voru að læra um flatarmál og ummál í vikunni. Og hvað er betra, þegar læra á eitthvað nýtt en að fara á stúfana og kynna sér flatarmál og ummál hlutanna í umhverfi sínu og leysa fjölbreyttan vanda sem upp kann að koma við slíka vinnu.

Nemendurnir fóru því um skólann og út á leikvöll og mældu leikvelli úti, sviðið í Fjallasal, borð og umbúðir og reiknuðu síðan flatarmál og ummál allra mögulegra og ómögulegra hluta.

044 031 032 034 037