Aðalfundur foreldrafélagsins

Kæru foreldrar og forráðamenn

Boðaður er aðalfundur foreldrafélags Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 2. nóvember kl. 17:30 í Fjallasal Sunnulækjarskóla.

Markmið félagsins eru að:
– styðja skólastarfið og efla tengsl heimilis og skóla
– að efla samstarf og samstöðu foreldra innbyrðis
– koma á umræðu og fræðslufundum um uppeldis- og fræðslumál
– vinna að heill og hamingju nemenda Sunnulækjarskóla
– koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi starfsemi Sunnulækjarskóla
– styðja félags- og menningarstarf innan Sunnulækjarskóla

Dagskrá aðalfundar:

  1. Óskað er eftir áhugasömum einstaklingum til að gefa kost á sér í stjórn félagsins.
  2. Farið yfir hlutverk félagsins og aðkomu að tenglastarfi árganga.
  3. Helstu verkefni vetrarins kynnt með hliðsjón af hefðum fyrirliggjandi óskum úr skólasamfélaginu.
  4. Opnar umræður og hugmyndavinna sem styður við markmið félagsins.

Félagsgjald:

Gjald í foreldrafélagið verður 2.000 kr. fyrir skólaárið 2023-2024.

Gjaldið er fyrir hvert heimili, þannig að þeir sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum greiða aðeins einu sinni og verður gjaldið innheimt af foreldrafélaginu með valgreiðslu í heimabanka.

Það er ekki skylda að greiða í foreldrafélagið, en gjald þetta gerir félaginu kleift að fjármagna fræðslufundi, kynningar og aðrar uppákomur sem félagið stendur fyrir á skólaárinu, nemendum og öðrum til ánægju og fræðslu.

Foreldarsamstarf er órjúfanlegur hluti af skólabrag og menningu sem við viljum standa vörð um og styrkja í Sunnulækjarskóla. Við hvetjum þig til að mæta og taka þátt í starfinu með okkur.

Með fyrirfram þökk, stjórn Foreldrafélags Sunnulækjarskóla.
https://sunnulaek.is/foreldrar/foreldrafelag/
Sjá einnig heimasíðu félagsins undir Foreldrafélag Sunnulækjarskóla á facebook