Álfaþema í 1. bekk


Undanfarið hafa nemendur í 1. bekk verið að vinna með álfaþema.

Margs konar vinna og lærdómur hefur fléttast inn í vinnuna, hús hafa verið byggð, álfar skapaðir og sögur og ljóð samin.

Eins og hjá öðrum listamönnum var haldin sýning í lokin og vinir og vandamenn fjölmenntu og höfðu gaman af.

 

Bestu kveðjur,
kennarar í 1. bekk