Bóndadagur

Að morgni bóndadags var haldin söngstund í Sunnulækjarskóla.

Á söngstund sækja eldri nemendur vini sína í yngri bekki og fylgja þeim fram í Fjallasal þar sem sest er í þingbrekkuna.  Í tilefni af upphafi þorra var Þorraþræll sunginn, Krummavísur og fleira sem er við hæfi á þessum degi.

Tilefnið er einnig nýtt til að styrkja vinatengslin milli vina í eldri og yngri bekkjum sem mynduð voru á vinadögum í byrjun desember.

Í tilefni dagsins voru nemendur og starfsmenn hvattir til að mæta í lopapeysum og öðrum þjóðlegum klæðnaði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.