Hlauparar í alþjóðlega Friðarhlaupinu, World Harmony Run, höfðu viðkomu í Sunnulækjarskóla í morgun.
Eins og nafnið gefur til kynna er hlaupið alþjóðlegt og fer fram í yfir 100 löndum í 6 heimsálfum. Á Íslandi er hlaupið frá Reykjavík til Vestmannaeyja dagana 30. ágúst til 2. september.
Nemendur í 5. GSK tóku á móti hlaupurunum við hringtorg á Tryggvagötu og fylgdu þeim síðasta spölinn. Við skólann höfðu allir nemendur á miðstigi myndað tvöfalda röð við anddyri skólans sem hlaupararnir hlupu um.
Í Fjallasal sögðu hlaupararnir nemendum frá friðarboðskap hlaupsins og sungu lag hlaupsins. Að því loknu var farið út á skólalóð þar sem nemendur fengu að hlaupa með kyndilinn og taka þannig þátt í hlaupinu. Að því loknu hlupu hlaupararnir sína leið og stefndu á Hellu, Hvolsvöll og Vestmannaeyjar.