Bíódagar á unglingastigi

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 9. og 10. bekk unnið að verkefni í Kviku sem heitir Bíódagar. Verkefnið snýst um að gera stuttmynd og er mikil vinna sem nemendur leggja á sig í handritagerð, finna búninga, taka upp, klippa og vinna hljóð. Bíódagar hafa verið haldnir hátíðlega í 6 ár og með árunum hefur verkefnið stækkað og metnaður nemenda aukist. Núna í ár voru meiri að segja þrír nemendur sem sneru til baka og tóku upp 11. bekk til þess að getað hjálpað til við undirbúning hátíðarinnar. Við viljum færa nemendum í 11. bekk kærar þakkir fyrir ómetanlega vinnu, Aron Sigþórsson, Ari Gauti Sigurðsson og Axel Sturla Grétarsson. Þrjú ár eru síðan Bíódagar fluttu sig yfir í Bíóhúsið og erum við þeim afar þakklát. Í dag fjölmenntum við í Bíóhúsið þar sem afrakstur nemenda var sýndur fyrir fullum sal nemenda á unglingastigi. 

Þemað í ár var ,,Framtíðin” og afraksturinn var alveg frábær. Nemendur léku sér með hugmyndir um tímavélar og tímaflakk með allskonar dramatískum atburðarásum. Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir nemandi í 10. bekk tók að sér að leiðbeina nemendum í kvikmyndagerð, sú kennsla skilaði sér augljóslega í bíómyndunum í ár.  

 

Vinningshafar fengu verðlaun frá fyrirtækjum á svæðinu sem við þökkum kærlega fyrir stuðninginn, 1905 Blómahús, Kaffi Krús, Shay, Snyrtistofan Eva, Eymundsson, Pylsuvagninn og Nemendafélag Sunnulækjarskóla. Það er ykkur að þakka að við getum heiðrað nemendur fyrir vel unnin störf.

Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju og viljum hrósa öllum frábæru unglingunum okkar sem hafa lagt mikinn metnað í stuttmyndagerð síðustu vikur. 

Sigurvegarar bíódaga 2023: 

Besta leikkonan: Ásdís Vala Kristjánsdóttir nemandi í 10. bekk 

Besti leikarinn: Guðjón Óli Ósvaldsson nemandi í 10. bekk

Besta túlkun á þema: Tímavélin: Lilja Rut, Díana, Margrét, Hugrún Birna, Thelma Sif, Aníta Eva og Arna Hrönn. Á myndina vantar: Pariya og Freyju Rakel nemendur í 9. bekk

Besta myndin: Algjör Kevin og Trusty bjarga málunum: Jón Tryggvi, Kristján Breki, Sindri Snær, Björgvin, Sigmar Freyr, Gestur Helgi og Gunnar Hrafn nemendur í 9. bekk